Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mið 23. maí 2018 21:58
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Bestur í 5. umferð: 2-1 gegn meisturunum er góð tilfinning
Leikmaður 5. umferðar
Sito skoraði sigurmarkið gegn Val í kvöld
Sito skoraði sigurmarkið gegn Val í kvöld
Mynd: Grindavík
„Tilfinningin er góð, mjög góð," sagði Sito, framherji Grindavíkur eftir frábæran sigur gegn Íslandsmeisturum Vals.

Sito var frábær í leiknum og áttu varnarmenn Vals í miklum vandræðum með Spánverjann. Hann hefur verið valinn leikmaður umferðarinnar.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  1 Valur

„Mér fannst við eiga skilið að vinna leikinn. Við unnum hart að okkur og gerðum við leikinn erfiðan fyrir Val. Við virðum Val, þeir eru meistararnir."

Sito skoraði sigurmark leiksins á 87. mínútu, beint úr aukaspyrnu.

„Manni líður vel með öll mörk. 2-1 gegn ríkjandi meisturum er mjög góð tilfinning."

Sito hefur liðið vel í Grindavík frá því að hann kom gekk til liðs við félagið fyrir lok félagaskiptagluggans.

„Þetta hefur verið mjög gott. Liðsfélagarnir, þjálfararnir, stjórnarfólkið hafa öll séð vel um mig. Þetta er eins og fjölskylda. Þetta er mjög sérstakur hópur. Mér líður eins og ég hafi verið hér lengur en 10 daga."

Sito líður vel á Íslandi en hann spilaði áður með ÍBV og Fylki.

„Ég hef alltaf sagt að mér líði vel að spila á Íslandi. Eftir tíma minn í Norður-Ameríku vildi ég fá aftur þessa tilfinningu og spila þar sem ég skipti máli og í mikilvægri deild eins og Pepsi-deildinni."

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner