Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 23. maí 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tími Seedorf hjá Deportivo á enda (Staðfest)
Clarence Seedorf stoppaði stutt hjá Deportivo.
Clarence Seedorf stoppaði stutt hjá Deportivo.
Mynd: Getty Images
Hollenska goðsögnin Clarence Seedorf verður ekki áfram við stjórnvölinn hjá Deportivo La Coruna eftir að liðið féll úr spænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu sem var að líða.

Seedorf tók við Deportivo í febrúar en náði ekki þeim árangri sem hann hafði vonast aftur.

Undir hans stjórn vann Deportivo aðeins tvo deildarleiki.

Seedorf gerði aðens stuttan samning, fram á sumar, þegar hann tók við. Sá samningur verður ekki endurnýjaður.

Ferill Seedorf eftir að hann hætti sem leikmaður hefur ekki verið mjög eftirtektarverður. Hann hefur stoppað stutt hjá bæði AC Milan og Shenzhen í Kína og núna hjá Deportivo.

Hvað tekur við næst hjá Hollendingnum sem var svo frábær leikmaður?
Athugasemdir
banner
banner