Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. maí 2018 15:00
Magnús Már Einarsson
„Versti hópurinn hjá Argentínu af síðustu HM"
24 dagar í fyrsta leik Íslands á HM
Mauro Icardi var markahæstur í Serie A í vetur en kemst samt ekki í HM hóp Argentínu.
Mauro Icardi var markahæstur í Serie A í vetur en kemst samt ekki í HM hóp Argentínu.
Mynd: Getty Images
Jorge Sampaoli, landsliðsþjálfari Argentínu, valdi í fyrradag hópinn sem fer á HM í Rússlandi. Argentína mætir Íslandi í fyrsta leik þann 16. júní.

Juan Pablo Méndez, íþróttafréttamaður hjá Olé í Argentínu, segir að lítið í valinu hafi komi fólki í Argentínu á óvart.

„Fólkið í Argentínu er sammála því að þetta séu bestu leikmennirnir til að velja. Þetta er hins vegar versti hópurinn ef við skoðum síðustu heimsmeistarakeppnir hjá Argentínu," sagði Juan Pablo við Fótbolta.net í dag.

„Landsliðið er ekki með miðjumenn sem spila með meistaraliðunum í stærstu deildum heims eins og Juventus, Barcelona, Manchester City, Bayern og PSG. (Javier) Mascherano spilar núna í Kína og (Lucas) Biglia hefur verið að glíma við meiðsli," sagði Juan en bæði Mascherano og Biglia eru í hópnum.

Í fremstu stöðunum er valinn maður í hverju rúmi en þar eru Lionel Messi, Paulo Dybala, Gonzalo Higuain, Sergio Aguero.

Ekkert pláss er í hópnum fyrir Mauro Icardi, framherja Inter, en hann var markahæstur í Serie A á nýliðnu tímabili með 29 mörk.

„Fjarvera Icardi kom ekki á óvart. Hann hefur spilað illa með landsliðinu. Þess fyrir utan eru Aguero og Higuain vinir Messi. Þjálfarinn getur ekki valið þrjá hreinræktaða framherja. Icardi skoraði 29 mörk með Inter sem er stórkostlegt en það var ekki nóg."

Dybala var í hópnum þrátt fyrir smá efasemdir um hann í Argentínu. „Einhverjir kölluðu eftir því að Ricardo Centurión og Lautaro Martínez hjá Racing yrðu valdir en þjálfarinn ákvað að taka Dybala, eina af stjörnunum hjá Juventus," sagði Juan að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner