Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 23. júní 2013 19:05
Magnús Már Einarsson
Aspas í Liverpool (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur keypt Iago Aspas frá Celta Vigo en talið er að kaupverðið sé í kringum sjö milljónir punda.

Aspas getur bæði leikið sem fremsti maður sem og á kantinum.

Þessi 25 ára gamli leikmaður hefur skrifað undir langtíma samning við Liverpool en félagið greindi frá þessu á heimasíðu sinni í dag.

Aspas skoraði tólf mörk og lagði upp sjö þegar hann hjálpaði Celta Vigo að bjarga sér frá falli úr spænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Það hefur verið nóg að gera á skrifstofum Liverpool um helgina en í gær kom Luis Alberto til félagsins frá Sevilla. Kolo Toure kom einnig til félagsins frá Manchester City fyrr í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner