Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 23. júní 2017 05:55
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Álfukeppnin um helgina - Lokaumferð riðlakeppninnar
Hvað gerir Ronaldo gegn gestgjöfunum?
Hvað gerir Ronaldo gegn gestgjöfunum?
Mynd: Getty Images
Álfukeppnin heldur áfram um helgina en þá fer fram lokaumferð riðlakeppninnar.

Í A-riðli geta þrjú lið komist áfram, Norður-Ameríkumeistarar Mexíkó, Evrópumeistarar Portúgal og gestgjafar Rússland. Eyjaálfumeistara Nýja Sjáland eru dottnir úr keppninni.

Mexíkó mætir Nýja Sjálandi og sigur tryggir Mexíkó í undanúrslitin. Meiri spenna er þó fyrir leik Rússlands og Portúgals. Sigurliðið þar fer í undanúrslit en tapliðið situr eftir með sárt ennið. Portúgal geta farið rólegri inn í leikinn en jafntefli dugar þeim.

Í B-riðli eru Suður-Ameríkumeistarar Síle og Heimsmeistarar Þýskaland í góðum málum.

Bæði lið dugar jafntefli í sínum leikjum til þess að komast í undanúrslitin. Asíumeistarar Ástralíu mæta Síle á meðan Afríkumeistarar Kamerún mæta Þýskalandi.

Laugardagur 24. júní
Álfukeppnin A-riðill
15:00 Mexíkó - Rússland
15:00 Nýja Sjáland - Portúgal

Sunnudagur 25. júní
Álfukeppnin B-riðill
15:00 Síle - Ástralía
15:00 Þýskaland - Kamerún
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner