Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 23. júní 2017 21:51
Mist Rúnarsdóttir
Jóhannes Karl: Ómetanleg reynsla
Jóhannes Karl segir lið sitt hafa safnað í reynslubankann í kvöld
Jóhannes Karl segir lið sitt hafa safnað í reynslubankann í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net náði tali af Jóhannesi Karli Sigursteinssyni þjálfara HK/Víkings en lið hans beið lægri hlut gegn Val í Borgunarbikarkeppninni fyrr í kvöld. Leikurinn fór 5-0 fyrir Pepsi-deildarliðinu en Jóhannes Karl gat engu síður tekið ýmislegt jákvætt út úr leiknum.

Lestu um leikinn: Valur 5 -  0 HK/Víkingur

„Við gerðum ákveðna hluti vel. Sérstaklega í fyrri hálfleik. Við getum legið til baka og reynt að halda stöðunn en við leysum það ekki jafn vel um leið og við þurfum að ýta upp völlinn þá opnast of mikið og færslurnar voru of hægar miðað við það tempó sem Valur spilar fótbolta á.“

„Við gerum ein mistök og Elín Metta refsar okkur fyrir það. Erum ekki að færa nægilega hratt og gefum henni tíma. Við vitum alveg að það má ekki,“
sagði Jóhannes Karl.

En fannst honum úrslitin gefa rétta mynd af leiknum?

„Þetta er náttúrulega bikarleikur. Hefðu einhver mörk skipt máli þá hefðum við ekki farið í þennan leikstíl. Við hefðum ekki opnað okkur svona mikið þannig að þetta gefur kannski rétta mynd af þessum leik sem bikarleik en það eru ekki fimm mörk á milli þessara liða.“

Þrátt fyrir tapið var Jóhannes Karl ánægður með að hafa fengið að mæta einu af bestu liðum landsins. Bæði til samanburðar við eigið lið og til að leikmenn HK/Víkings öðlist dýrmæta reynslu.

„Við viljum sjá hvar liðið stendur. Það skiptir okkur miklu máli að komast í 8-liða úrslitin og við vorum búin að óska eftir því að fá eitt af stóru liðunum og fá reynslu út úr því. Þetta er ómetanleg reynsla fyrir margar af þessum stelpum.“

Nánar er rætt við Jóhannes Karl í sjónarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner