Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 23. júní 2017 15:53
Magnús Már Einarsson
Pellegrino tekinn við Southampton (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Mauricio Pellegrino hefur verið ráðinn stjóri Southampton en félagið tilkynnti þetta nú rétt í þessu.

Pellegrino er 45 ára gamall Argentínumaður en hann tekur við Southampton af Claude Puel sem var rekinn á dögunum eftir eitt ár í starfi.

Pellegrino spilaði lengi með Valencia auk þess sem hann kláraði feril sinn hjá Liverpool.

Hann var síðar aðstoðarstjóri Rafael Benítez hjá Liverpool frá 2008 til 2010.

Á síðasta tímabili stýrði Pellegrino liði Alaves í spænsku úrvalsdeildinni en hann hefur einnig þjálfað Estudiantes
og Independiente í heimalandi sínu.



Athugasemdir
banner
banner
banner