Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 23. júní 2017 07:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Rangers fær tvo mexíkóska landsliðsmenn
Rangers hafa verið duglegir að styrkja sig í sumar
Rangers hafa verið duglegir að styrkja sig í sumar
Mynd: Getty Images
Skoska stórliðið Glasgow Rangers hefur tryggt sér mexíkósku landsliðsmennina Carlos Pena og Eduardo Herrera en báðir skrifa undir þriggja ára samning við félagið.

Pena er miðjumaður sem kemur frá Guadalajara en liðið leikur í Mexíkó. Pena hefur alla tíð leikið í Mexíkó en hann á að baki 19 landsleiki fyrir landslið Mexíkó. Þar hefur hann skorað tvö mörk.

Herrera kemur einnig frá mexíkósku félagsliði en það heitir UNAM. Líkt og Pena hefur Herrera aðeins leikið í Mexíkó og hefur hann leikið 9 landsleiki fyrir Mexíkó og skorað í þeim þrjú mörk. Herrera er framherji.

Rangers hafa verið duglegir á leikmannamarkaðinum í sumar en alls hafa sjö leikmenn gengið til liðs við félagið.

Rangers lenti í þriðja sæti skosku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og mun því leika í Evrópudeildinni á því næsta.
Athugasemdir
banner
banner
banner