Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 23. júní 2018 16:27
Ingólfur Páll Ingólfsson
2. deild: Dramatík í Mosfellsbæ og á Húsavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Hafþór-640.is
Fimm leikir fóru fram í 2.deild karla í dag og það vantaði ekki spennuna á lokamínútunum í Mosfellsbæ og á Húsavík.

Fyrir vestan tók Vestri á móti Fjarðabyggð. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum en það gerði James Mack fyrir Vestra á 74. mínútu.

Það vantaði ekki dramatíkina í leik Aftureldingar og Gróttu. Grótta komst tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik og staðan nokkuð vænleg. Á 45. mínútu missti liðið hinsvegar mann af velli og Aftureldingu tókst að jafna metin eftir dramatískar lokamínútur þar sem Andri Freyr Jónasson skoraði tvö mörk í uppbótartíma.

Þá nældi Huginn sér í sitt fyrsta stig í sumar er liðið gerði jafntefli við Víði á útivelli. Milan Tasic kom Víði yfir á 48. mínútu en það var Nenad Simic sem jafnaði metinn fyrir Huginn þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Lokamínúturnar á Húsavík voru svakalegar þar sem Völsungur tryggði sér sigur í uppbótartíma. Staðan var 1-1 en í uppbótartíma fékk Völsungur vítaspyrnu. Aðalsteinn Jóhann Friðriksson steig á punktinn en klikkaði. Það kom þó ekki að sök þar sem liðið fékk annað víti tveimur mínútum síðar og í það skipti skoraði Aðalsteinn og tryggði Völsungi sigurinn.

Að lokum sigraði Höttur lið Kára nokkuð örugglega fyrir austan. Höttur var tveimur mörkum yfir eftir fyrri hálfleik með mörkum frá Ignacio Gonzalez Martinez og Brynjari Árnasyni. Káramönnum tókst að minnka muninn úr vítaspyrnu á 61. mínútu en Miroslav Babic kom Hetti aftur tveimur mörkum yfir 6 mínútum síðar. Það var síðan Francisco Bernal sem innsiglaði sigurinn á 70, mínútu.

Vestri 1 - 0 Fjarðabyggð
1-0 (James Mack ('74)
Úrslit og markaskorar á Úrslit.net

Afturelding 2 - 2 Grótta
0-1 Arnar Þór Helgason ('34)
0-2 Ásgrímur Gunnarsson ('38)
1-2 Andri Freyr Jónasson ('90)
2-2 Andri Freyr Jónasson ('90)
Úrslit og markaskorar á Úrslit.net

Víðir 1 - 1 Huginn
1-0 Milan Tasic ('48)
1-1 Nenad Simic ('80)
Úrslit og markaskorar á Úrslit.net

Völsungur 2 - 1 Þróttur V.
1-0 Ásgeir Kristjánsson ('61)
1-1 Örn Rúnar Magnússon ('77)
2-1 Aðalsteinn Jóhann Friðriksson ('95)
Úrslit og markaskorar á Úrslit.net

Höttur 4 - 1 Kári
1-0 Ignacio Martinez ('40)
2-0 Brynjar Árnason ('48)
2-1 Andri Júlíusson ('61)
3-1 Miroslav Babic ('67)
4-1 Francisco Bernal ('70)
Úrslit og markaskorar á Úrslit.net
Athugasemdir
banner
banner