Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 23. júní 2018 16:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elín Metta spáir í leik Þýskalands og Svíþjóðar
Muller kemur Þjóðverjum yfir en það verður ekki nóg að mati Elínar.
Muller kemur Þjóðverjum yfir en það verður ekki nóg að mati Elínar.
Mynd: GettyImages
Lokaleikur dagsins á HM er á milli Svíþjóðar og Þýskalands. Sá leikur hefst klukkan 18:00.

Þýskaland tapaði sínum fyrsta leik á móti Mexíkó og voru það mikil vonbrigði. Þjóðverjar eru ríkjandi Heimsmeistarar. Svíþjóð vann sinn fyrsta leik gegn Suður-Kóreu.

Landsliðsframherjinn Elín Metta Jensen, leikmaður Vals, spáir í leik Þýskalands og Svíþjóðar.

Þýskaland 1 - 1 Svíþjóð (Klukkan 18)
Þýski risinn vaknar af værum blundi eftir vonbrigðin í fyrsta leik og Thomas Müller mun setja skallamark á fjærstönginni snemma í leiknum. Þegar þarna er komið við sögu er dísilvélin svo sannarlega byrjuð að malla og fátt virðist geta stöðvað Þjóðverja sem munu eiga nokkur hættuleg færi.

Það er hins vegar aldrei að vita til hvaða bragðs sænsku snúðarnir taka og ég spái því að þeir eigi eftir að jafna metin þvert á gang leiksins. Eitthvað segir mér að óskabarn Svíþjóðar, Emil Forsberg, muni smyrja honum í samskeytin úr aukaspyrnu á sirka 83. mínútu. Niðurstaðan verður því jafntefli, Joachim Löw og lærisveinum hans til mikillar armæðu.
Athugasemdir
banner
banner
banner