Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   lau 23. júní 2018 10:45
Arnar Daði Arnarsson
Hannes: Við höfum oft farið erfiðu leiðina
Icelandair
Hannes svekktur eftir leikinn í gær.
Hannes svekktur eftir leikinn í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er blönduð. Við erum auðvitað mjög svekktir en að sama skapi erum við í ákveðnum víga hug líka. Við getum ekki beðið eftir næsta leik. Við erum með óbragð í munninum eftir leikinn í gær og erum virkilega gíraðir í að fara og ná fram okkar besta á þriðjudaginn og vinna Króatíu," sagði markvörður íslenska landsliðsins, Hannes Þór Halldórsson í viðtali fyrir æfingu í morgun.

Eftir fínan fyrri hálfleik komust Nígería yfir í leiknum í upphafi seinni hálfleiks.

„Þeir skora þetta mark snemma í seinni hálfleik. Þeir ná að hreinsa eftir langt innkast og okkar vopn snerist í höndunum á okkur þar og þeir ná þessu marki þar sem allt fellur fyrir þeim. Frábær snerting sem hann nær inn í teig og hann smyr boltanum í þaknetið og þar með breytist leikurinn og fer í það spor sem hann mátti eiginlega ekki fara í sem er að leikurinn opnast og við þurfum að fara sækja á þá."

„Við hefðum þurft að skora á þá þegar við höfðum yfirhöndina. Þar með hefði leikurinn fallið í þann farveg sem við vildum þá hefði ég trúað því að við hefðum klárað þennan leik með einhverjum mun. Það er ef og hefði og það er ekkert mál að vera vitur eftir á. Þetta fór svona og þá er ekkert annað í stöðunni en að bretta upp ermar og klára næsta verkefni."

Ísland mætir Króatíu á þriðjudaginn í lokaleik sínum í riðlakeppninni. Ísland þarf nauðsynlega á sigri að halda og treysta á að Argentína vinni Nígeríu, þó ekki með stærri mun en Ísland vinnur Króatíu.

„Ég held að það henti okkur ágætlega að vita það að við þurfum að fara inn í síðasta leikinn og vinna hann. Við höfum oft á síðustu árum verið í þeirri stöðu að vera upp við vegg og gert okkur hlutina aðeins erfiðari. Tek sem dæmi Ungverja leikinn (á EM Í Frakklandi) þar hefðum við getað farið auðvelduleiðina en gerum ekki. Klárum verkefnið í síðasta leiknum. Við töpum fyrir Finnum í undankeppninni og vinnum síðan rest, förum fjallabaksleiðina til að komast áfram. Við höfum oft staðið í þeirri stöðu að þurfa bíta í skjaldarendur og fara erfiðu leiðina og ég hef bullandi trú á að það gerist á þriðjudaginn."

Hannes segir að það þýði ekki að staldra of lengi við úrslit gærdagsins.

„Þetta tekur oft sólarhring að ná svekkelsinu úr sér eftir svona úrslit. Auðvitað erum við hundfúlir. Þetta var dauðafæri sem við fengum til að koma okkur í draumastöðu. Það þýðir ekki að væla yfir því of lengi, mér finnst vera neisti í hópnum. Það er svekkelsi og menn erum með óbragð í munninum og geta ekki beðið eftir því að svara fyrir sig á vellinum," sagði Hannes að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner