Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   lau 23. júní 2018 09:04
Arnar Daði Arnarsson
Heimir: 4-4-2 hefur hentað okkur mjög vel oft áður
Icelandair
Heimir fyrir leikinn gegn Nígeríu í gærkvöldi.
Heimir fyrir leikinn gegn Nígeríu í gærkvöldi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var ekki í vandræðum með að sofna í gærkvöldi eftir 2-0 tap Íslands gegn Nígeríu á Stalíngrad.

Landsliðið flaug til Gelendzhik strax eftir leik og voru nokkrir leikmenn landsliðsins mættir á æfingu í morgunsárið. Heimir segist vera búinn að horfa á leikinn aftur.

„Ég er búinn að horfa á leikinn nánast tvisvar sinnum. Nánast eins og alltaf þegar maður horfir á leik sem maður tapar þá er upplifunin miklu betri þegar maður horfir á hann í annað sinn," sagði Heimir sem segir leikinn hafa verið kaflaskiptan.

„Fyrri hálfleikurinn var góður og síðan vissum við að þeir myndu opna sig þegar liði á leikinn ef þeir myndu ekki ná að skora. Síðan ná þeir inn marki í upphafi seinni hálfleiks og það breytir leikmyndinni og þá þurfum við að koma framar á völlinn þá erum við svolítið að spila leikinn upp í hendurnar á Nígeríumönnum, þeirra styrkleiki eru skyndisóknir og þeir eru góðir í að snúa vörn í sókn."

„Þar með gátu þeir spilað upp á sinn styrkleika sem var vont fyrir okkur. Ef við leggjum saman þessi tvö lið þá eru þeir líklega fljótari en við að hlaupa og réðu betur við leikmyndina en við í gær. Þetta spilaðaðist svolítið upp í hendurnar á þeim," sagði Heimir en sér hann eftir því að hafa breytt um leikkerfi frá leiknum gegn Argentínu með því að fara úr 4-5-1 í 4-4-2.

„Alltaf þegar þú tapar leik þá hugsar þú hvað þú hefðir viljað gera öðurvísi. Ef við hefðum skorað fyrsta markið þá hefði þetta verið geggjuð taktísk breyting á liðinu og þannig er fótboltinn. Þú gerir eitthvað og stundum gengur það upp og stundum ekki. Svona er þetta líka í lífinu, þú verður að taka ákvarðanir. Þessi leikaðferð hefur hentað okkur mjög vel oft áður en gekk ekki upp í gær."

Viðtalið við Heimi má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner