Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 23. júní 2018 14:02
Ingólfur Páll Ingólfsson
HM: Belgía fór létt með Túnis
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Belgía 5 - 2 Túnis
1-0 Eden Hazard ('7 )
2-0 Romelu Lukaku ('16 )
2-1 Dylan Bronn ('18 )
3-1 Romelu Lukaku ('45 )
4-1 Eden Hazard ('51 )
4-2 Wahbi Khazri ('90 )
5-2 Michy Batshuayi ('90 )

Fyrsta leik dagsins á milli Belgíu og Túnis í G-riðli er nú lokið með öruggum sigri Belgíu.

Leikurinn fór verulega fjörlega af stað og þrjú mörk litu dagsins ljós á fyrstu átján mínútum leiksins. Eden Hazard kom Belgíu yfir úr vítaspyrnu á 5. mínútu eftir að Syam Ben Youssef braut á leikmanninum.

Lukaku bætti við öðru marki fyrir Belgíu á 16. mínútu þegar hann komst í gegnum vörn Túnis og kláraði vel í hægra hornið. Aðeins tveimur mínútum síðan var Túnis búið að minnka muninn þegar Bronn skallaði knöttinn í netið.

Túnis varð fyrir áfalli skömmu síðar þegar markaskorarinn var borinn af velli vegna hnémeiðsla. Ben Youssef fór sömu leið rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Útlitið batnaði ekki fyrir Túnis skoraði í uppbótartíma fyrri hálfleiks og kom Belgíu tveimur mörkum yfir.

Belgía hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik og á 51. mínútu skoraði Eden Hazard aftur eftir að hafa sloppið í gegnum vörn Túnis.

Í kjölfarið gat Belgia leyft sér að hvíla markaskorarana tvo. Batshuayi kom inn fyrir Hazard og lét mikið að sér kveða. Leikmaðurinn fékk urmul færa og tókst að setja eitt á lokamínútu leiksins. Túnis náði sárabótamarki í lokin þegar Khazri skoraði.

Lokatölur 5-2 í frábæru knattspyrnuleik. Belgía leit hrikalega vel út í dag og eru svo gott sem komnir áfram eftir úrslitin. Túnis er hinsvegar úr leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner