lau 23. júní 2018 17:01
Ingólfur Páll Ingólfsson
HM: Mexíkó sigraði Suður-Kóreu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mexíkó og Suður-Kórea áttust við í öðrum leik dagsins á heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Bæði lið fengu vænleg færi á upphafsmínútum leiksins en það var hinsvegar Mexíkó sem komst yfir með marki úr vítaspyrnu. Yang, miðvörður Suður-Kóreu handlék knöttinn innan teigs og Carlos Vela gerði enginn mistök á vítapunktinum og kom liðinu yfir.

Leikmaður Tottenham, Heung-Min Son var óheppinn að skora ekki í fyrri hálfleik en það var hinsvegar Mexíkó sem hélt boltanum töluvert meira.

Í síðari hálfleik opnaðist leikurinn meira og bæði lið fengu góð færi. Seinna mark Mexíkó kom á 66. mínútu er Hernandez skoraði eftir hraðaupphlaup liðsins. Lozano brunaði upp völlinn og gaf fyrir á Hernandez sem sneri af sér varnarmann Suður-Kóreu og kom boltanum í netið.

Suður-Kórea fékk smá líflínu í lokin er Heung-Min Son skoraði með frábæru skoti fyrir utan teig. Lengra komust þeir ekki og Mexíkó er komið með 6 stig á meðan Suður-Kórea er líklega úr leik.

Suður-Kórea 1 - 2 Mexíkó
0-1 Carlos Vela ('26 , víti)
0-2 Javier Hernandez ('66 )
1-2 Son Heung-Min ('90 )
Athugasemdir
banner
banner