Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 23. júní 2018 12:15
Ingólfur Páll Ingólfsson
Jose Enrique að jafna sig eftir aðgerð - Heilaæxli fjarlægt
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Jose Enrique, fyrrum leikmaður Liverpool og Newcastle er að jafna sig eftir aðgerð þar sem æxli var fjarlægt úr heila hans.

Þessi 32 ára gamli spánverji lagði skóna á hilluna í september á síðasta ári vegna þrálátra hnémeiðsla. Í nýlegu viðtali sagði Enrique að síðustu vikur hefðu verið erfiðar.

Þetta hafa verið erfiðustu vikur lífs míns. Það leið aðeins mánuður frá því að ég fékk fréttirnar um að ég hefði heilaæxli þangað til að það var fjarlægt. Ég er nú í endurhæfingu og er svo þakklátur. Lífið er of dýrmætt," sagði Enrique.

Enrique hefur starfað sem umboðsmaður eftir að ferlinum lauk og fór fyrst að finna fyrir einkennum æxlisins á fundi með knattspyrnustjóra Brighton, Chris Hughton.

Ég kom á hótelið og hélt að þetta væri mígreni. Um nóttina fékk ég hræðilega höfuðverki og morguninn eftir var sjónin mín óskýr," sagði Enrique.

Enrique fór beint á spítala í London í rannsóknir áður en hann sneri aftur til Spánar þar sem æxlið var fjarlægt. Nú tekur við endurhæfing og geislamerðferð.

Fótboltamenn lifa í kúlu, það er óraunverulegt líf. Þú tapar sjálfum þér og heldur að þú sért ósigrandi," sagði Enrique.

Enrique spilaði 127 leiki fyrir Newcastle áður en hann gekk til liðs við Liverpool fyrir 6.5 milljónir punda í ágúst árið 2011. Hann spilaði 99 leiki á fimm árum á Anfield áður en hann skipti yfir til Real Zaragoza og spilaði í 27 leiki í næst efstu deild fyrir liðið.

Athugasemdir
banner
banner
banner