Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 23. júní 2018 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ramiro Funes Mori frá Everton til Villarreal (Staðfest)
Ramiro Funes Mori.
Ramiro Funes Mori.
Mynd: Getty Images
Everton er búið að selja argentíska miðvörðinn Ramiro Funes Mori til spænska úrvalsdeildarfélagsins Villarreal.

Kaupverðið er ekki gefið upp en talið er að það sé í kringum 17,5 milljónir punda.

Funes Mori kom til Everton frá River Plate árið 2015 og lék hann 67 leiki fyrir félagið og skoraði fimm mörk. Þessi 27 ára gamli varnarmaður missti af langstærstum hluta síðasta tímabils vegna alvarlegra hnémeiðsla.

Funes Mori skrifaði undir fjögurra ára samning við Villarreal sem endaði í fimmta sæti La Liga á síðasta tímabili.

Gylfi Þór Sigurðsson er á mála hjá Everton en Portúgalinn Marco Silva tók við stjórn liðsins á dögunum og mun hann stýra liðinu á næstu leiktíð. Everton endaði í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner