lau 23. júní 2018 14:30
Hafliði Breiðfjörð
Rússland
Þrekþjálfarinn notaði myllu til að létta andann
Icelandair
Ari Freyr Skúlason stekkur í mark og lokar sigri græna liðsins.
Ari Freyr Skúlason stekkur í mark og lokar sigri græna liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var eðlilega þungt yfir leikmönnum íslenska landsliðsins eftir tapið gegn Nígeríu á HM í Rússlandi í gærkvöldi og því mikilvægt að létta andann í dag.

Sebastian Boxleitner þrekþjálfari íslenska landsliðsins virtist vel meðvitaður um þetta þegar hann stillti upp upphitunaræfingum fyrir liðið á æfingavellinum í Kabardinka í morgun.

Hann lét liðið meðal annars reyna fyrir sér í myllu úti á grasinu.

Það er gert þannig að hann býr til línur sem skapa 9 hólf eins og allir þekkja leikinn.

Leikmönnum er svo skipt í tvö lið, annað liðið fær rauð vesti og hitt græn og það sem fyrr nær myllu vinnur. Það var svo að lokum Ari Freyr Skúlason sem lokaði dæminu með því að stökkva hátt í loft og loka myllunni. Fleiri myndir eru að neðan.
Athugasemdir
banner
banner