banner
   lau 23. júní 2018 09:23
Arnar Daði Arnarsson
„Þú heitir Pele og þú ert að fara skora þrjú mörk í næsta leik''
Icelandair
Ragnar Sigurðsson fór af velli í leiknum í gær.
Ragnar Sigurðsson fór af velli í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson fékk höfuðhögg og skurð á höfuðið í leiknum gegn Nígeríu í gær og þurfti í kjölfarið að fara af velli um miðjan seinni hálfleikinn.

Ahmed Musa, leikmaður Nígeríu sparkaði í höfuð Ragga í aðdraganda fyrsta mark Nígeríu í leiknum, þegar Ragnar hoppaði fyrir skot Musa og ætlaði þar með að reyna verjast skoti Musa.

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var spurður að því hvernig staðan á Ragga væri í dag eftir atvikið.

„Staðan á Ragga er fín. Hann vaknaði brosandi í morgun og mundi ekki neitt og vissi ekki hvað hann hét. Við sögðum við hann: "Þú heitir Pele og þú ert að fara skora þrjú mörk í næsta leik"," sagði Heimir og glotti.

Viðtalið við Heimi má sjá hér að neðan en spurningin um Ragga er í lok viðtalsins.
Heimir: 4-4-2 hefur hentað okkur mjög vel oft áður
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner