banner
   mið 23. júlí 2014 22:19
Brynjar Ingi Erluson
Æfingaleikir: Chelsea gerði jafntefli - Alfreð lék með Sociedad
Alfreð lék allan leikinn í dag
Alfreð lék allan leikinn í dag
Mynd: Real Sociedad
Fjölmargir æfingaleikir fóru fram í kvöld en Chelsea gerði þá óvænt jafntefli gegn RZ Pellets WAC.

Hinn ungi og efnilegi Jeremie Boga náði í jafntefli fyrir Chelsea gegn RZ Pellets WAC en Silvio Carlos kom WAC yfir áður en Boga jafnaði metin undir lok leiks. Kurt Zouma og Filipe Luis spiluðu meðal annars leikinn en Chelsea var með afar öflugt byrjunarlið.

PSG vann Nice þá með tveimur mörkum gegn einu. Jean Christophe Baheback skoraði fyrsta markið en sá er ansi efnilegur kantmaður sem Laurent Blanc, þjálfari PSG, hefur tröllatrú á.

Brasilíski varnarmaðurinn Marquinhos skoraði svo síðara markið. Feyenoord og Real Sociedad gerðu þá 1-1 jafntefli í kvöld. Alfreð Finnbogason spilaði allan leikinn í liði Sociedad en Xabi Prieto skoraði eina mark spænska liðsins.

Kári Árnason spilaði þá síðari hálfleikinn í 1-0 sigri Rotherham United á Nottingham Forest en liðið komst upp í ensku fyrstu deildina á síðustu leiktíð.

Úrslit og markaskorarar:

Feyenoord 1 - 1 Real Sociedad
0-1 Xabi Prieto ('7 )
1-1 Mitchell de Vrede ('40 )

RZ Pellets WAC 1 - 1 Chelsea
1-0 Silvio Carlos
1-1 Jeremie Boga ('83 )

Paris Saint-Germain 2 - 1 Nice
1-0 Jean Christophe Baheback ('2 )
2-0 Marquinhos ('36 )
2-1 Franck Honorat ('73 )

Numancia 0 - 1 Atletico Madrid
0-1 Hector Hernandez ('45 )


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner