Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 23. júlí 2014 17:15
Arnar Daði Arnarsson
Baldvin Sturlu: Fyrst og fremst farinn til að spila
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldvin Sturluson fékk í dag leikheimild með Breiðablik í Pepsi-deild karla. Hann kemur til liðsins á láni frá Stjörnunni.

Baldvin er 25 ára varnar og miðjumaður sem kemur á láni frá Stjörnunni en hann hefur lítið komið við sögu hjá Garðbæingum í sumar.

,,Ég var ekki að fá mikinn spiltíma hjá Stjörnunni. Ég fór í aðgerð eftir sumarið 2012 og hef í rauninni ekki komið mér almennilega í gang síðan þá. Það lá beinast við að fara í Breiðablik þó svo að það hafi verið áhugi frá öðrum liðum," sagði Baldvin sem stefnir á að vinna sér sæti í byrjunarliði Breiðabliks sem fyrst.

,,Ég er fyrst og fremst að fara í Breiðablik til að fá að spila. Ég þekki fullt af strákum í þessu liði. Það er frábær umgjörð í kringum liðið og Breiðablik er flottur klúbbur. Þó svo að staða liðsins í deildinni sé ekkert spes þá held ég að það eigi eftir að breytast fljótt," sagði Baldvin.

Hann hefur samtals skorað níu mörk í 82 deildar og bikarleikjum með Stjörnunni á ferli sínum. Hann gerir lánsamning við Breiðablik út tímabilið en hann á ár eftir af samningi sínum við Stjörnuna.
Athugasemdir
banner
banner