mið 23. júlí 2014 13:00
Elvar Geir Magnússon
Cristian Rodriguez til Sunderland?
Cristian Rodriguez með boltann í landsleik Úrúgvæ.
Cristian Rodriguez með boltann í landsleik Úrúgvæ.
Mynd: Getty Images
Gus Poyet, stjóri Sunderland, hefur áhuga á að fá vængmanninn Cristian Rodriguez frá Atletico Madrid.

Rodriguez er úrúgvæskur landsliðsmaður sem spilaði með á HM í Brasilíu.

Sagt er að Poyet hafi boðið 5 milljónir punda í landa sinn.

„Hann er kraftmikill leikmaður með hraða og tækni. Hann getur auðveldlega aðlagast enska boltanum og ég myndi elska það að hafa hann í mínu liði," segir Poyet.

„Það hafa verið viðræður af hálfu Sunderland um að fá hann en það er ekki auðvelt. Ég get trúað því að mörg lið í Evrópu vilji frá Cristian."
Athugasemdir
banner
banner