Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 23. júlí 2014 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Ef ég sinni ekki starfinu þá verð ég rekinn
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, þjálfari Bayern München í Þýskalandi, segir að hann muni missa starfið eftir næsta timabil ef hann stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru til hans.

Guardiola gerði Bayern að meisturum í þýsku deildinni á síðustu leiktíð og vann þá einnig þýska bikarinn en tókst þó ekki að vinna Meistaradeild Evrópu þar sem liðið fékk að finna fyrir því gegn Real Madrid.

,,Það eru engin leyndarmál hér. Ef ég sigra ekki, þá kemur annar þjálfari hér á næsta ári," sagði Guardiola.

,,Ég kom hérna til að sinna starfi mínu eins vel og möguleiki er á, eins og ég gerði hjá Barcelona. Ég kom í annað land þar sem fótbolti er spilaður á allt annan hátt," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner