Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 23. júlí 2014 18:28
Elvar Geir Magnússon
Gunnar Wigelund í Aftureldingu (Staðfest)
Gunnar þegar hann gekk í raðir KV.
Gunnar þegar hann gekk í raðir KV.
Mynd: KV
Sóknarmaðurinn Gunnar Wigelund hefur gengið í raðir Aftureldingar í 2. deildinni en hann skrifaði undir hjá félaginu í dag.

Gunnar var hálft tímabil hjá KV. Meiðsli settu strik í reikninginn en hann kom við sögu í fimm leikjum í 1. deildinni í sumar.

Í fyrra lék hann með Reyni Sandgerði í 2. deildinni og skoraði hann 18 mörk í 25 leikjum í deild og bikar, þar af komu 8 í bikarnum.

Hjá Reyni lék hann undir stjórn Atla Eðvaldssonar sem nú þjálfar Aftureldingu.

Afturelding er í sjötta sæti 2. deildarinnar sem stendur og mætir Dalvík/Reyni á laugardag.



Athugasemdir
banner
banner
banner