Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 23. júlí 2014 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Glódís Perla Viggósdóttir (Stjarnan)
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni en hún leikur með Stjörnunni í Pepsi-deildinni.

Glódís Perla hefur leikið níu leiki með Stjörnunni í Pepsi-deildinni í ár og skorað tvö mörk. Hún leikur sem miðvörður. Hún spilaði sinn fyrsta leik 14 ára með HK/Víking sumarið 2009.

Fullt nafn: Glódís Perla Viggósdóttir

Gælunafn sem þú þolir ekki: Glóa

Aldur: 19 ára

Gift/sambúð: Í sambandi

Börn: Nei

Kvöldmatur í gær: Pabbi grillaði gúrme hamborgara

Uppáhalds matsölustaður: Örugglega Argentína en það er alltaf gott að kippa með sér serrano í flýti.

Hvernig bíl áttu: Ég á ekki bíl

Besti sjónvarpsþáttur: One Tree Hill er mest uppáhalds og svo Scandal núna nýlega.

Uppáhalds hljómsveit: Á enga sérstaka uppáhalds, hlusta bara á allt.

Uppáhalds skemmtistaður: Fer nánast aldrei a skemmtistaði svo ég hreinlega veit ekki

Frægasti vinur þinn á Facebook: Kata Jóns

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: "Til hamingju með dagin sistah✌️ love you long time! Knús frá Berlin "

Hefurðu tekið dýfu innan teigs: Nei það hef ég ekki gert

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei að segja aldrei en þar sem ég er uppalinn HK-ingur verð ég að segja Breiðablik

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Fyrsta sem mér dettur í hug er Célia Sasic Mbabi

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Veit ekki..

Sætasti sigurinn: Held það nýlegasta sé örugglega að vinna Svíþjóð í leik um 3. sætið á Algarve eða að vinna lengjubikarinn.

Mestu vonbrigðin: Að hafa ekki komist í úrslitaleik bikarsins í fyrra !

Uppáhalds lið í enska: Á eiginlega ekkert uppáhaldslið.. er í liðaleit eins og staðan er núna!

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Dóra María, þá myndu kannski fleiri mæta á leikina.

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Ég myndi byrja á að brúa bilið milli u19 og a-landsliðskvenna með því að stofna u21 ára lið eins og karlarnir eru með. Næst myndi ég reyna að gera allt sem ég gæti til að ýta enn meira undir áhuga á kvennaknattspyrnu!

Efnilegasti knattspyrnumaður landsins: Er bara ekki viss þeir eru svo margir en hef mikla trú á að hann Orri Sigurður eigi eftir að gera góð hluti í framtíðinni.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn: Of klassískt að segja Beckham svo ég ætla að segja Pique, það er eitthvað heillandi við hann.

Fallegasta knattspyrnukonan í deildinni: Anna Björk Kristjánsdóttir

Besti íþróttalýsandinn: Gummi Ben.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Anna María fær þann titil, hún er alltaf að færa sig meira og meira uppá skaftið stelpan!

Uppáhalds staður á Íslandi:Skagaströnd

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Í lengjubikarnum í fyrra á móti breiðablik vildi svo óheppilega til að báðir markmennirnir okkar voru meiddir og ég þurfti að fara í mark. Það höfðu ekki margir trú á að við myndum vinna þennan leik og ef einhver tippaði á okkur, fékk hann sá sami örugglega smá pening i vasan því við unnum leikinn með yfirburðum 4-1 og liðið örugglega sjaldan spilað jafn vel, ég fekk bara 2 skot á mig og varði annað skotið bara ansi vel!

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Spilaði fyrsta leikinn minn 2009 þegar ég var 13 ára.

Besta við að æfa fótbolta: Félagsskapurinn og hreyfingin og svo er það sigurtilfinningin sem toppar bara allt.

Hvenær vaknarðu á daginn: Oftast rétt fyrir 8 til að mæta í vinnu
.
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já ég elska að horfa á handbolta og mér finnst rosalega gaman að horfa a fimleika líka !

Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik: Ég bara man það ekki

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú:Adidas adipure

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Ég var lélegust í sundi í grunnskóla og svo ekkert frábært í stærðfræði í menntaskóla !

Vandræðalegasta augnablik: Mér dettur ekkert í hug.

Skilaboð til Freyss Alexanderssonar: Áfram Ísland

Viltu opinbera leyndarmál að lokum:
Athugasemdir
banner
banner
banner