mið 23. júlí 2014 07:30
Brynjar Ingi Erluson
James hefur alltaf elskað Zidane og Real Madrid
James Rodriguez ásamt Florentino Perez, forseta Real Madrid.
James Rodriguez ásamt Florentino Perez, forseta Real Madrid.
Mynd: Getty Images
James Rodriguez, leikmaður Real Madrid á Spáni, segist alltaf hafa verið stuðningsmaður Madrídinga og þá segir hann að Zinedine Zidane, sem lék árum áður með liðinu, hafi verið goðið hans.

Rodriguez, sem er 23 ára gamall, gerði sex ára samning við Madrídinga í gær en hann kom til félagsins frá AS Monaco og borgaði spænska félagið 80 milljónir evra fyrir þjónustu hans.

Hann var stoðsendingahæstur í frönsku deildinni á síðustu leiktíð og þá var hann markahæstur á HM í sumar.

Hann var kynntur fyrir stuðningsmönnum Real Madrid á Santiago Bernabeu í gær en 40 þúsund manns lögðu leið sína á völlinn.

,,Zidane hefur alltaf verið átrúnaðargoð mitt. Zidane, Ronaldo, Roberto Carlos, ég hef alltaf fylgst með þeim. Ég hef alltaf verið stuðningsmaður Real Madrid og dreymt lengi um að spila hér," sagði Rodriguez.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner