Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   mið 23. júlí 2014 14:55
Arnar Daði Arnarsson
Jón Jónsson: Flýg á alla mína staði
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH mætir Neman Grodno í seinni leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar annað kvöld á Kaplakrikavelli. Fyrri leikur liðanna fór 1-1 og er FH því í kjörstöðu að tryggja sér áfram í keppninni.

Jón Ragnar Jónsson bakvörður FH-inga skoraði sitt fyrsta meistaraflokks á ferlinum í síðasta deildarleik gegn Breiðablik og var hann hinn hressasti á blaðamannafundi sem FH hélt í hádeginu í dag.

,,Þetta er mjög gott lið. Við þurfum að hafa okkur alla við ef við ætlum okkur áfram. Þetta er lið sem spilar vel á milli sín boltanum og eru sérstaklega góðir í skyndisóknum og því þurfum við að passa okkur að klára okkar sóknir og vera ekki að missa boltann á hættulegum stöðum," sagði Jón Ragnar aðspurður út í Hvít-rússneska liðið. Jón segir að liðið gæti plummað sig vel í Pepsi-deildinni.

,,Þeir gætu líklega verið að stríða toppliðunum hér á landi og vera gæla við Íslandsmeistaratitilinn. Þetta eru atvinnumenn og eru góðir í því sem þeir eru að gera."

Jón hvetur alla FH-inga og aðra knattspyrnuáhugamenn að fjölmenna á völlinn annað kvöld og segir stuðning áhorfenda skipta höfuðmáli.

,,Við höfum rætt það og vonum að sem flestir láti sjá sig. Þó svo að FH hafi verið í Evrópukeppni undanfarin ár þá er það ekkert sjálfgefið að vera í keppninni og í öðru lagi að það gangi vel. Maður finnur það þegar maður er að spila úti fyrir framan 6 til 7 þúsund manns þá fær maður extra orku. Ég man hvað var ótrúlega gaman að spila hérna heima í fyrra gegn Ekranas og ég vona að það endurtaki sig aftur."

Jón Ragnar samdi Þjóðhátíðarlagið í ár, "Ljúft að vera til" eins og flestir vita. Nú styttist í Þjóðhátíð og því nóg um að vera hjá Jóni Ragnari.

,,Ég hef voða lítið verið að spila í júlí en ég er rosa spenntur fyrir Verslunarmannahelginni. Það er ekki eins og ég sé að spila eitthvað fram eftir miðnætti og sé með einhverja þriggja tíma dagskrá. Þetta er allt á kristilegum tíma og er ekkert frábrugðið því að ég sé að hlaupa á eftir syni mínum einhverstaðar úti. Ég hef litlar áhyggjur af þessu öllu saman, ég kemst á allar æfingar. Þetta er púsluspil sem ætti að ganga upp," sagði Jón sem segir það ekkert vandamál þó það verði einhverjar æfingar í um Verslunarmannahelgina.

,,Ég flýg á alla mína staði og er að spila langt fyrir miðnætti. Þetta er bara eins og menn fara í vinnuna á leikdag, þetta er vinnan mín," sagði Jón Ragnar að lokum.

Viðtalið er hægt að sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner