Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 23. júlí 2014 20:13
Magnús Már Einarsson
Meiðslavandræði Andy Carroll halda áfram
Carroll fagnaði lítið á síðasta tímabili.
Carroll fagnaði lítið á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Meiðslavandræði framherjans Andy Carroll halda áfram en hann er farinn heim úr æfingaferð West Ham í Nýja-Sjálandi.

Carroll er meiddur á ökkla og er farinn til Englands í meðhöndlun í von um að hann nái byrjun tímabils á Englandi.

Svartsýnustu spár segja þó að hann verði mögulega frá keppni í fjóra mánuði.

Þessi 25 ára gamli leikmaður var mikið frá keppni vegna meiðsla á hæl á síðasta tímabili en hann spilaði einungis 15 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner