mið 23. júlí 2014 18:00
Arnar Daði Arnarsson
Oliver Sigurjóns: Markmið að fara aftur út
Oliver Sigurjónsson í unglingalandsleik fyrr á árinu.
Oliver Sigurjónsson í unglingalandsleik fyrr á árinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Sigurjónsson gekk í dag í raðir Breiðabliks frá AGF í Danmörku. Hann skrifaði undir samning út árið 2016.

Oliver er hluti af hinum geysisterka 1995 árgangi. Hann er uppalinn hjá Blikum og hefur spilað landsleiki með öllum yngri landsliðum Íslands.

Oliver segir ástæðuna fyrir heimkomu sinni að þessu sinni sé að hann hafi verið að berjast við meiðsli undanfarna mánuði á fremri læri.

,,Félög úti vilja ekki fá meidda leikmenn og ástæðan fyrir því að ég kem í Breiðablik er að það er mitt uppeldisfélag og að mínu mati flottasta félag landsins, með bestu aðstæðurnar og fleira," sagði Oliver sem segir meiðslin ekki verið að hrjá hann síðustu vikur og sé byrjaður að æfa á fullu með Breiðablik hann vonast til að fá tækifæri í Pepsi-deildinni sem fyrst.

Oliver hefur verið hjá AGF í þrjú ár og sér ekki eftir tímanum þar.

,,Á þeim tíma var þetta besta ákvörðunin og rétta liðið til að fara í. Maður getur ekkert séð eftir einhverju sem maður gerir. Maður fær ekkert útúr því. Ég lærði fullt þarna úti og ég fékk að lifa sem atvinnumaður. Þetta mótverar mig til þess að langa fara aftur út," sagði Oliver sem segir að það hafi verið áhugi frá fleiri liðum hér á landi.

,,Að lokum var það Breiðablik sem varð fyrir valinu. Mér fannst það rétt skref fyrir mig. Markmið mitt er auðvitað að komast aftur út. Það eru hinsvegar spennandi tímar framundan hjá mér og Breiðablik. Ég veit hinsvegar ekkert hversu lengi ég verð heima. Ég þarf að sanna það að ég sé nægilega góður til að spila í Pepsi-deildinni og ef ég næ því þá eru allir möguleikar opnir til að fara út aftur."

,,Það verður mikilvægt fyrir mig að ná að spila einhverja leiki í sumar og sýna mig og sanna," sagði Oliver Sigurjónsson nýjasti leikmaður Breiðabliks að lokum.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner