Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 23. júlí 2014 21:03
Brynjar Ingi Erluson
Serge Aurier lánaður til PSG (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Franska meistaraliðið Paris Saint-Germain hefur fengið Serge Aurier á láni frá Toulouse út tímabilið.

Aurier, sem er sóknarsinnaður hægti bakvörður, hefur verið orðaður við mörg sterk félög og þar á meðal Arsenal en hann gekk hinsvegar frá samningum við PSG í kvöld.

Aurier sem er 21 árs gamall er einn af efnilegri bakvörðum heimsins um þessar mundir en hann kemur til PSG á eins árs láni. Franska liðið á þá möguleika á að festa kaup á honum að því loknu.

,,Þetta er æskudraumur, að spila með svona mögnuðum leikmönnum hjá Paris Saint-Germain," sagði Aurier.

Þetta er annar leikmaðurinn sem PSG fær í sumar en David Luiz kom frá Chelsea í byrjun sumars.
Athugasemdir
banner
banner
banner