mið 23. júlí 2014 21:22
Brynjar Ingi Erluson
Sorglegur atburður í Austurríki - Réðust á leikmenn Maccabi Haifa
Úr leik franska liðsins Lille
Úr leik franska liðsins Lille
Mynd: Getty Images
Það voru sorglegir atburðir sem áttu sér stað er ísraelska liðið Maccabi Haifa og franska liðið Lille mættust í vináttuleik í kvöld.

Á 84. mínútu leiksins brutust út óeirðir en hópur af karlmönnum fór inná völlinn með fána Palestínu á lofti.

Mennirnir lentu í slagsmálum við leikmenn Maccabi Haifa en eins og flestum er kunnugt gengur mikið á milli Palestínu og Ísraels.

Ísraelski herinn hefur sent fjölmörg loftskeyti á Gaza-svæðið og mikill fjöldi óbreyttra borgara hafa látið lífið og hafa 17 þúsund manns nú flúið heimili sín.

Atvikið sem átti sér stað í leiknum í kvöld var þó skammarlegt en Maccabi Haifa er þó með marga araba og múslima í sínum röðum en þar má nefna Taleb Tawatha, Mohammadou Idrissou, Weaam Amasha, Ataa Jaber, Mohammed Kalibat og Ismaeel Ryan.

Hægt er að sjá myndskeið af þessu hér fyrir neðan


Athugasemdir
banner
banner
banner