Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 23. júlí 2014 20:23
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Vísir.is 
Þorsteinn Már á leið til Víkings í Ólafsvík
Þorsteinn Már Ragnarsson í leik með KR
Þorsteinn Már Ragnarsson í leik með KR
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Þorsteinn Már Ragnarsson, leikmaður KR í Pepsi-deild karla, er á leið til Víkings Ólafsvíkur á láni út tímabilið en Vísir greinir frá þessu á vef sínum í kvöld.

Þorsteinn hefur einungis byrjað tvo leiki í liði KR á þessari leiktíð en hann hefur samt sem áður komið við sögu í níu leikjum.

Samkvæmt heimildum Vísis þá hafa mörg lið haft áhuga á að fá Þorstein í sína raðir en nú er útlit fyrir að hann sé á leið til Víkings í Ólafsvík.

Hann ætti að kannast við sig þar en hann spilaði þar áður en KR fékk hann eftir magnaða frammistöðu hans í 1. deildinni árið 2011 þar sem hann gerði 6 mörk í 18 leikjum.

Þetta er gríðarlegur styrkur fyrir Víkinga sem eru í sjötta sæti 1. deildar með 19 stig, tveimur stigum frá ÍA sem er í öðru sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner