Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 23. júlí 2014 09:45
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Van Gaal má setja met í eyðslu
Powerade
Louis van Gaal má taka upp veskið.
Louis van Gaal má taka upp veskið.
Mynd: Getty Images
Cazorla er orðaður við Atletico Madrid.
Cazorla er orðaður við Atletico Madrid.
Mynd: Getty Images
Arturo Vidal er áfram orðaður við Manchester United.  Hér er hann í baráttu við Birki Bjarnason.
Arturo Vidal er áfram orðaður við Manchester United. Hér er hann í baráttu við Birki Bjarnason.
Mynd: Getty Images
Hér að neðan er allt helsta slúðrið úr ensku blöðunum í dag.



Louis van Gaal hefur fengið þau skilaboð að hann geti keypt leikmenn fyrir metupphæð til Manchester United í sumar. (Guardian)

Manchester United er að skoða Angel Di Maria eftir að Real Madrid keypti James Rodriguez. (Independent)

Arsenal hefur náð samkomulagi um að kaupa markvörðinn David Ospina frá Nice á þrjár milljónir punda. (Guardian)

Atletico Madrid vill fá Santi Cazorla og Nacho Monreal frá Arsenal. (Daily Telegraph)

Arsenal hefur áhuga á William Carvalho miðjumanni Sporting Lisabon og Sami Khedira miðjumanni Real Madrid. (Daily Star)

Tottenham og Arsenal vilja fá Douglas Costa frá Shakhtar Donetsk. (Independent)

Divock Origi er á leið til Liverpool á tíu milljónir punda en hann verður áfram í láni hjá Lille á næsta tímabili. (Daily Express)

Ef Didier Drogba kemur til Chelsea gæti Romelu Lukaku farið til Everton þar sem hann var í láni á síðasta tímabili. (Daily Telegraph)

Southampton ætlar að gera annað tilboð í markvörðinn Fraser Forster hjá Celtic. (Daily Echo)

Everton er að kaupa framherjann unga David Henen frá Anderlecht. (Liverpool Echo)

Inter hefur áhuga á Javier Hernandez framherja Manchester United. (Sun)

Hull vill fá kamerúnska varnarmanninn Jean-Armel Kana-Biyik frá Rennes. (Sky Sports)

Felix Magath, stjóri Fulham, hefur ekki útilokað að selja markvörðinn David Stockdale til Brighton. (Talksport)

Lionel Messi ræddi við Arsenal áður en hann gerði nýjan samning við Barcelona á síðasta tímabili. (Daily Mail)

Paul Clement, aðstoðarþjálfari Real Madrid, segir að vinstri bakvörðurinn Filipe Luis eigi eftir að verða betri hjá Chelsea en Ashley Cole var. (Times)

Jose Mourinho vill að Chelsea vinni titilinn á næsta tímabili og verði á toppnum næsta áratuginn. (Daily Mirror)

Luis Suarez er farinn í frí frá Barcelona til að forðast fjölmiðlasirkusinn eftir félagaskipti hans frá Liverpool. (Daily Star)

Greg Dyke, formaður enska knattspyrnusambandsins, segir að Sepp Blatter forseti FIFA sé eins og Kim Jong-un einræðisherra Norður-Kóreu. (Daily Mirror)

Wayne Rooney vill spila með Manchester United gegn LA Galaxy á morgun þrátt fyrir að hafa einungis æft í fjóra daga á undirbúningstímabilinu. (Times)

Manchester United er að undirbúa 39 milljóna punda tilboð í Arturo Vidal miðjumann Juventus. (Tuttosport)

Frankfurt hefur hætt við að fá Nicklas Bendtner í sínar raðir þar sem launakröfur hans þykja of háar. (Le Figaro)

Jurgen Klopp, þjálfari Dortmund, segir ekki rétt að Mats Hummels og Marco Reus séu á förum frá félaginu. (Bild)

Atletico Madrid getur ekki borgað þrettán milljónir punda til að krækja í Fernando Torres frá Chelsea. (AS)
Athugasemdir
banner
banner
banner