Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 23. júlí 2014 11:45
Magnús Már Einarsson
Van Gaal ósáttur við ferðalag Man Utd í Bandaríkjunum
Louis van Gaal.
Louis van Gaal.
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, stjóri Manchester United, hefur gagnrýnt æfingaferð félagsins til Bandaríkjanna.

Van Gaal er ósáttur við ferðalög United í Bandaríkjunum en liðið spilar gegn LA Galaxy í Pasedana áður en við taka leikir í Denver, Washington og Detroit.

Manchester United er að kynna félagið betur í Ameríku en Van Gaal er ósáttur við þessi miklu ferðalög.

,,Það eru langar vegalengdir þar sem þú flýgur mikið og menn verða flugþreyttir. Það er ekki jákvæður undirbúningur," sagði Van Gaal.

,,Það var búið að skipuleggja æfingaferðina svo ég verð að aðlaga mig að því en Manchester United ætti að gera allt til að aðlaga sig að því sem ég tel vera góðan undirbúning."
Athugasemdir
banner