Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 23. júlí 2016 10:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Alexis Sanchez segir Wenger að fá leikmann frá Barcelona
Powerade
Alexis Sanchez vill fá Arda Turan til Arsenal.
Alexis Sanchez vill fá Arda Turan til Arsenal.
Mynd: Getty Images
Conte vill fá fimm leikmenn til viðbótar til Chelsea.
Conte vill fá fimm leikmenn til viðbótar til Chelsea.
Mynd: Getty Images
Góða og gleðilega helgi og verið velkomin í slúðurpakka dagsins.

Antonio Conte, þjálfari Chelsea hefur tjáð Roman Abramovich, eiganda félagsins að hann þurfi fimm nýja leikmenn til að gera atlögu að ensku deildinni. (Daily Mirror)

Manchester United er að íhuga 54 milljón punda tilboð í James Rodriguez. (El Confidencial)

Manchester City ætlar ekki að gefast upp á að fá John Stones, miðvörð Everton til félagsins og eru þeir tilbúnir að borga 50 milljónir punda fyrir hann. (Daily MIrror)

Nabil Bentaleb, Clinton N'Jie, Fererico Fazio og Alex Pritchard voru allir skildir eftir þegar Tottenham fór til Ástralíu á undirbúningstímabilinu og er búist við að félagið sé tilbúið að losa sig við þá. (The Sun)

Galatasaray hefur áhuga á að fá Lucas Leiva, leikmann Liverpool til sín. (Daily Mail)

Everton ætlar ekki að fá Kasper Schmeichel til félagsins en eftir að Steve Walsh, yfirmaður knattspyrnumála hjá Everton, fór frá Leicester, gerðu félögin samning sín á milli sem bannar Everton að fá leikmenn frá englandsmeisturunum. (The Guardian)

Pep Guardiola ætlar ekki að fá Toni Kroos til Manchester City þar sem hann er á of háum launum hjá Real. (The Sun)

Ryan Giggs og Roy Keane koma báðir til greina sem næstu þjálfarar Hull City. (Daily Express)

Claudio Ranieri segir hinn 19 ára Ben Chiwell ekki vera á leið frá félaginu en Liverpool ku hafa áhuga á honum. (Leicester Mercury)

West Brom hefur boðið sjö milljónir punda í Lewis Dunk, leikmann Brighton. (Daily MIrror)

Alexis Sanchez, leikmaður Arsenal hefur hvatt Arsene Wenger, þjálfara liðsins að fá Arda Turan, leikmann Barcelona til félagsins. (The Sun)

Ravel Morison gæti verið á leiðinni til Aston Villa en hann er byrjaður að fylgja liðinu á Twitter. (Birmingham Mail)
Athugasemdir
banner
banner