Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 23. júlí 2016 18:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Axel Witsel með tilboð frá Englandi
Axel Witsel.
Axel Witsel.
Mynd: Getty Images
Belgíski miðjumaðurinn Axel Witsel er á förum frá Zenit í Rússlandi og hefur hann fengið tilboð frá Englandi og Ítalíu.

Faðir hans talaði um það á dögunum að Napoli hafði sett sig í samband við leikmanninn en Everton ku einnig hafa áhuga á honum.

Witsel á 71 landsleik fyrir Belgíu en hann er einn allra besti miðjumaður Belga.

Hann byrjaði ferilinn hjá Standard Liege og spilaði sinn fyrsta landsleik, aðeins 19 ára og fór hann stuttu seinna til Benfica.

Hann var aðeins í eitt tímabil hjá portúgalska félaginu því Zenit keypti hann á 34 milljónir punda árið 2012. Síðan þá hefur hann spilað 150 leiki fyrir rússneska liðið og vann hann m.a deildina, tímabilið 2014/15.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner