Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 23. júlí 2016 06:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Ryan Giggs gæti tekið við Hull
Ryan Giggs gæti tekið við Hull City.
Ryan Giggs gæti tekið við Hull City.
Mynd: Getty Images
Hull City leitar nú af nýjum þjálfara eftir að Steve Bruce hætti sem þjálfari liðsins í dag.

Sky Sports hefur nú búið til lista með nöfnum sem þykja hvað líklegust til að taka við af Bruce.

Þar er Ryan Giggs nefndur til sögunnar og gæti Hull því orðið fyrsta starf hans í þjálfun. Hinn 49 ára gamli Giggs fór fyrir skemmstu frá United eftir 29 ára veru hjá félaginu til að fara út í þjálfun.

Mike Phelan er einnig nefnur til sögunnar en hann var aðstoðarmaður Bruce hjá Hull

Steve McClaren var rekinn frá Newcastle á síðustu leiktíð eftir skelfilegt gengi en hann þykir samt sem áður koma til greina sem næsti þjálfari Hull en Roberto Martinez og David Moyes koma einnig til greina.
Athugasemdir
banner
banner