Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 23. júlí 2017 16:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: ÍH heldur sínu striki - Álftanes setti 11
ÍH er áfram á toppnum í B-riðli.
ÍH er áfram á toppnum í B-riðli.
Mynd: Úr einkasafni
Úlfar skoraði tvö fyrir Álftanes.
Úlfar skoraði tvö fyrir Álftanes.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru tveir leikir að klárast í 4. deild karla fyrir stuttu.

B-riðill
Hafnfirðingarnir í ÍH halda sínu striki í B-riðlinum. Þeir ætla ekki að hleypa Augnabliki fram úr sér. ÍH hafði í dag betur gegn Vatnaliljum eftir dramatískar lokamínútur, 2-1. ÍH er með 30 stig, en Augnablik tapaði síðasta leik sínum og það munar því átta stigum á liðunum núna. Vatnaliljur eru í fimmta sætinu með 16 stig.

ÍH 2 - 1 Vatnaliljur
1-0 Marteinn Gauti Andrason ('25)
1-1 Róbert Daníel Cutress ('90)
2-1 Magnús Stefánsson ('93)

D-riðill
Álftanes niðurlægði Geisla frá Aðaldal í dag. Þar voru lokatölur 11-0, hvorki meira né minna! Finn Axel Hansen, Garðar Ingvar Geirsson, Úlfar Hrafn Pálsson, Andri Janusson og Hilmar Rafn Emilsson gerðu allir tvö mörk fyrir Álftanes. Hitt markið gerði Guðbjörn Alexander Sæmundsson. Álftanes er með 24 stig á toppnum, en Geisli hefur sjö stig í næst neðsta sæti. Í fyrra tapði Geisli öllum sínum leikjum.

Álftanes 11 - 0 Geisli A.
1-0 Finn Axel Hansen ('5)
2-0 Garðar Ingvar Geirsson ('15)
3-0 Finn Axel Hansen ('29, víti)
4-0 Guðbjörn Alexander Sæmundsson ('33)
5-0 Garðar Ingvar Geirsson ('50)
6-0 Úlfar Hrafn Pálsson ('60)
7-0 Úlfar Hrafn Pálsson ('70)
8-0 Hilmar Rafn Emilsson ('65)
9-0 Andri Janusson ('70)
10-0 Andri Janusson ('78)
11-0 Hilmar Rafn Emilsson ('85)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner