Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Niðurtalningin - Tveir vendipunktar síðasta sumar
Niðurtalningin - Eitthvað nýtt og miklu stærra
Aldrei heim - Horfum ekki á E-riðilinn á EM
Niðurtalningin - Hverfisstrákarnir úr Árbænum
Aldrei heim - Kjartan Henry fékk góða gjöf frá Úkraínumanni
Aldrei heim - Formaðurinn í takkaskónum
Niðurtalningin - Sama uppskrift og í fyrra
Aldrei heim - Landsliðið komið til Póllands
Útvarpsþátturinn - Jói Kalli, Bjarki Már og Elvar Geir um landsliðið
Beint frá Búdapest - Hetjan sem mátti ekki tala
Beint frá Búdapest - Áfall að morgni leikdags
Viktor Unnar: Fann strax að þetta er eitthvað sem á við mig
Aron Jó: Cole Campbell tekur sínar eigin ákvarðanir
Hugarburðarbolti Þáttur 8
Beint frá Búdapest - Skiptar skoðanir á ákvörðuninni um Albert
Hákon Rafn - Umspilið og leiðin til Brentford
Enski boltinn - Töfrar í bikarnum
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Hugarburðarbolti Þáttur 7
Gylfi mættur í Val - Lyftir deildinni upp um nokkrar hæðir
   sun 23. júlí 2017 11:00
Magnús Már Einarsson
Alex Freyr: Þetta var eins og hjónaband sem var búið
Alex hefur farið á kostum í sumar.
Alex hefur farið á kostum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex hefur náð í fullt af stigum í Draumaliðsdeild Eyjabita í sumar.
Alex hefur náð í fullt af stigum í Draumaliðsdeild Eyjabita í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Víkingur mætir KR í kvöld.
Víkingur mætir KR í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Freyr Hilmarsson hefur verið mjög öflugur í liði Víkings R. í Pepsi-deildinni í sumar. Alex var valinn í úrvalslið umferða 1-11 hjá Fótbolta.net. Alex var gestur í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu 97,7 í gær.

Alex er uppalinn á Höfn í Hornafirði þar sem hann æfði með Sindra í yngri flokkunum.

„Aðstaðan var ekki eins og best verður á kosið þegar ég var að alast upp en þetta var samt mjög fínt," sagði Alex þegar hann rifjaði upp á fyrstu skrefin á Hornafirði.

Alex var einungis 15 ára gamall þegar hann byrjaði að spila í 3. deildinni með Sindra.

„Fyrir fyrsta tímabilið í meistaraflokki braut ég bringubeinið á æfingu daginn fyrir fyrsta leik. Ætli ég hafi nokkuð verið tilbúinn þá," sagði Alex og hló en hann var þó fljótur að verða lykilmaður í liði Sindra.

Árið 2011 æfði Alex með Grindavík um tíma og á endanum fékk hann félagaskipti þangað. Hann spilaði sextán leiki þegar Grindavík féll úr Pepsi-deildinni ári síðar. Alex lék í kjölfarið þrjú tímabil með Grindavík í fyrstu deild.

„Það var súrt að vera þarna. Þetta gekki nógu vel. Við ætluðum alltaf upp en það gekk ekki af einhverjum ástæðum."

Ítalíuferð sem var einn stór misskilningur
Árið 2015 skoraði Alex sjö mörk og lagði upp á annan tug marka með Grindavík. Í kjölfarið fór hann út á reynslu í nokkrar vikur. Alex æfði með Malmö í Svíþjóð, Valerenga í Noregi og Latina Calcio á Ítalíu. Dvölin á Ítalíu var skrautleg.

„Þetta kom til í gegnum einhvern vinskap og þetta var ein skrýtin ferð. Það talar enginn maður stakt orð í ensku þarna. Ég var í þrjár vikur þarna á sveitahóteli og átti að redda mér. Ég komst síðan að því í lok ferðarinnar að þeir héldu að ég væri framherji. Þessi ferð var einn stór misskilningur," sagði Alex en Latina var sagt ætla að semja við hann áður en hann fór á reynslu.

„Áður en ég fór til Ítalíu var mér tjáð að það væri búið að ganga frá samningi. Þegar ég fór þá sögðust þeir ekki hafa verið að leita að framherja," sagði Alex en hann hefur leikið á miðjunni og kantinum á ferli sínum.

Þung stemning á tímabili
Víkingur er í 5. sæti í Pepsi-deildinni eftir fyrri umferðina en liðinu hefur vegnað betur en í fyrra.

„Ég held að menn hafi aðeins skoðað inn í sjálfan sig og menn eru að leggja meira á sig," sagði Alex um breytinguna frá því í fyrra. „Ég hef bilaðslega trú á þessu liði. Það var svolítið þung stemning á tímabili en svo skiptum við um þjálfara og þá kom meiri léttleiki."

Logi Ólafsson tók við þjálfun Víkings þegar Milos Milojevic hætti eftir þrjár umferðir í maí.

„Þetta var eins og hjónaband sem var búið. Það var ekkert að fara að ganga. Menn hafa meira gaman að þessu núna og leggja meira á sig," sagði Alex um þjálfaraskiptin.

Næsti leikur Víkings er í kvöld gegn KR á heimavelli. Víkingur hafði betur þegar liðin mættust í Vesturbænum í fyrstu umferðinni. „Þetta verður hörkuleikur. Við erum að fara í hann til að ná í þrjú stig," sagði Alex.

Hér að ofan má hlusta á viðtalið í heild sinni en þar svarar Alex meðal annars spurningum í Tíunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner