sun 23. júlí 2017 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki látinn vita áður en hann var lánaður - „Tók þessu illa fyrst"
Doumbia ræðir hér við þjálfara Anderlecht.
Doumbia ræðir hér við þjálfara Anderlecht.
Mynd: Getty Images
Idrissa Doumbia, ungur leikmaður belgíska liðsins Anderlecht, er alls ekki sáttur í augnablikinu. Anderlecht ákvað á dögunum að lána Doumbia til Zulte Waregem, eitthvað sem vakti upp reiði hjá honum.

Í samtali við La Derniere Heure gagnrýnir Doumbia Anderlecht fyrir að tala ekkert við sig áður en ákvörðun var tekin um lánssamning. Allt í einu var Doumbia kominn annað á láni.

Hinn 19 ára gamli Doumbia er með samning við Anderlecht sem gildir í fjögur ár eftir að lánssamningnum lýkur.

„Ég hef ekki enn fengið útskýringu," segir Doumbia. „Ég tók þessu illa fyrst. Þeir hrósa þér og síðan ekkert meir."

„Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að það sé vonlaust að spyrja spurninga, ég hugsa um mig og ekkert annað."
Athugasemdir
banner
banner