Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
   sun 23. júlí 2017 19:30
Elvar Geir Magnússon
Glódís Perla: Engan veginn tilbúin að fara heim
Glódís.
Glódís.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var bara á refresh takkanum að vona að Frakkar myndu klára þetta. Þetta var ótrúlega svekkjandi," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður Íslands, á æfingu Íslands í morgun.

Eftir tapið gegn Sviss í gær var ljóst að Ísland þurfti að treysta á sigur Frakklands gegn Austurríki til að halda sér á lífi í mótinu. Það tókst ekki.

„Ég gat ekki áttað mig á þessu. Maður er engan veginn tilbúin í að fara heim. Það gekk alls ekki vel að sofna í nótt, það er erfitt að sætta sig við þetta."

Þrátt fyrir tvö töp segist Glódís stolt af liðinu.

„Við erum að spila ógeðslega vel og að fá að vera partur af þessu liði er algjör heiður. Við munum ganga stoltar frá þessu móti eftir að við vinnum Austurríki á miðvikudaginn."

Glódís er sammála Frey Alexanderssyni sem talaði um það eftir leikinn að íslenska landsliðið mætti vera duglegra að setja pressu á dómarann og vinna dómgæsluna á sitt band.

„Það eru það sem þessar stóru þjóðir gera. Það gerðu Frakkar til dæmis á móti okkur. Þær kunna þetta betur. Við Íslendingar erum bara heiðarlegri en þetta."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner