Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   sun 23. júlí 2017 22:53
Brynjar Ingi Erluson
Guðjón Baldvins um þrennuna: Þetta gerðist rosalega hratt
Guðjón skoraði þrennu í dag
Guðjón skoraði þrennu í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Baldvinsson, leikmaður Stjörnunnar, gerði þrjú mörk er lið hans vann Grnidavík 5-0 í 12. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Guðjón er kominn með átta mörk í níu leikjum.

Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  0 Grindavík

Baldur Sigurðsson kom Stjörnumönnum á bragðið með umdeildu marki strax á fyrstu mínútu og stóðu leikar þannig í hálfleik. Í þeim síðari mætti Guðjón tvíefldur til leiks og gerði þrennu á tólf mínútum og sá Grindavík ekki til sólar eftir það.

„Þetta gerðist rosalega hratt og það leit út fyrir það að ég væri ekki að fara að skora í þessum leik. Ég náði að fylgja góðu skoti Eyjó eftir og þá byrjaði þetta að tikka," sagði Guðjón.

„Við ætluðum að halda áfram að gera það sem við vorum að gera í fyrri. Ef þú drepur ekki leikinn alveg þá nær hitt liðið að skora og refsa manni og við vorum ákveðnir í því að drepa leikinn."

„Þetta er lið í öðru sæti og við vitum hvað þeir geta en við vorum ákveðnir í að eiga góðan leik í dag."


Guðjón átti skotið sem varð að fyrsta marki leiksins er Baldur skoraði en Baldur virtist fara með sólann í markvörð Grindavíkur áður en hann skoraði. Guðjón sá ekki atvikið.

„Ég fór upp í skot og datt illa og sá ekki, markið þannig ég þarf að fá að skoða það," sagði hann í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner