Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 23. júlí 2017 16:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kári Árna skoraði í fyrsta leik eftir endurkomuna
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason var á skotskónum í dag.

Kári sneri á dögunum aftur til skoska liðsins Aberdeen og í dag spilaði hann sinn fyrsta leik eftir endurkomuna.

Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði í leiknum. Aberdeen mætti Brechin City í æfingaleik og Kári kom Aberdeen í 3-0 í upphafi seinni hálfleiksins. Ekki slæmt að skora í sínum fyrsta leik!

Leiknum lauk með 4-1 sigri Aberdeen.

Fyrr í þessum mánuði samdi Kári við Aberdeen eftir stutt stopp hjá kýpverska liðinu Omonia. Kári spilaði síðasta með Aberdeen árið 2012 og er því kominn aftur á kunnulegar slóðir.





Athugasemdir
banner
banner