sun 23. júlí 2017 17:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kjartan leiddi sitt lið til sigurs - Rúnar Már hóf leik
Kjartan var fyrirliði Horsens í dag.
Kjartan var fyrirliði Horsens í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenskir leikmenn gera það ávallt gott með liðum sínum í Evrópu. í dag voru Íslendingar að spila í Danmörku, í Svíþjóð og í Sviss.

Danmörk
Kjartan Henry Finnbogason var með fyrirliðabandið hjá Horsens í dag. Horsens kláraði Lyngby, 4-1, en Kjartan var ekki á meðal markaskorara í leiknum. Hallgrímur Jónasson lék í vörninni hjá Lyngby. Hann spilaði 79 mínútur, en þá var hann tekinn út af.

Nordsjælland vann þá Bröndby 3-2. Rúnar Alex Rúnarsson var í markinu hjá Nordsjælland, en Hjörtur Hermannsson var ekki með Bröndby í leiknum í dag.

Horsens 4 - 1 Lyngby
1-0 Ayo Simon Okosun ('35)
2-0 Lasse Kryger ('45)
3-0 Mads Bech Sørensen ('60)
3-1 Jesper Christjansen ('68)
4-1 Tobias Arndal ('78)

Nordsjælland 3 - 2 Bröndby
0-1 Teemu Pukki ('45)
1-1 Godsway Donyoh ('50)
2-1 Godsway Donyoh ('52)
2-2 Lasse Vigen Christensen ('61)
3-2 Ernest Asante ('86)

Svíþjóð
Það var Íslendingaslagur í sænska boltanum er IFK Göteborg og Örebro áttust við. Elías Már Ómarsson kom inn á sem varamaður hjá Göteborg þegar lítið var eftir, en Hjörtur Logi Valgarðsson spilaði allan leikinn hjá Örebro í vinstri bakverðinum.

Göteborg komst í 2-0, en Örebro kom til baka og skoraði tvisvar á síðustu tíu mínútunum. Bæði mörk Örebro voru úr vítaspyrnu.

IFK Göteborg 2 - 2 Örebro
1-0 Sören Rieks ('57)
2-0 Mikael Boman ('63)
2-1 Kennedy Igboananike ('82, víti)
2-2 Maic Sema ('90, víti)

Sviss
Að lokum var Rúnar Már Sigurjónsson í byrjunarliðinu hjá Grasshopper í svissnesku úrvalsdeildinni í dag. Grasshopper fékk Zürich í heimsókn og þurfti að sætta sig við 2-0 tap.

Þetta var leikur í 1. umferð deildarinnar.

Grasshopper 0 - 2 Zürich
0-1 Raphael Dwamena ('23)
0-2 Raphael Dwamena ('82)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner