Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   sun 23. júlí 2017 19:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kristján: Ætla ekki að nota orðið karlmennska
Mynd: Raggi Óla
„Það getur verið, að lokamínúturnar hafi átt að gefa okkur mark, en mér fannst við heilt yfir langt í frá nógu góðir," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir 2-1 tap gegn Fjölni í dag.

„Það vantaði ákefð, að vinna návígi, vinna fyrsta boltann, vinna annan boltann. Mér fannst við alltaf vera á eftir."

Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  1 ÍBV

Mörkin sem ÍBV fékk á sig voru klaufaleg.

„Þetta eru ferleg mörk að fá á sig. Þetta er enn einn leikurinn sem við getum tekið stig úr, en gerum ekki."

„Það er ekki gott og við þurfum að fara að bæta í."

Shahab Zahedi Tabar, sóknarmaður frá Íran, kom beint inn í byrjunarlið ÍBV. Kristján var spurður út í hans frammistöðu.

„Það var spennandi að sjá hvað hann myndi gera. Mér fannst frammistaða hans vera mitt á milli. Hann var ekki of slakur, en ég hefði viljað sjá hann skora strax. Þetta var allt í lagi."

Nú er langt síðan ÍBV vann síðast í deildinni, en liðið er sem stendur í næst neðsta sæti Pepsi-deildarinnar.

„Það sem við þurfum að gera er að vera miklu ákveðnari. Mér fannst þetta alltof hægt, alltof soft. Ég ætla ekki að nota orðið karlmennska, það er bannað í dag, en við verðum að gera betur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner