Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 23. júlí 2017 23:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd vann Real Madrid í vítaspyrnukeppni
Bæði lið þurfa að æfa vítaspyrnur!
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Real Madrid 1 - 1 Manchester United (1-2 í vítaspyrnukeppni)
0-1 Jesse Lingard ('45)
1-1 Casemiro ('69, víti)
Vítaspyrnukeppnin:
0-0 Anthony Martial
0-0 Mateo Kovacic
0-0 Scott McTominay
0-0 Oscar
0-1 Henrikh Mkhitaryan
1-1 Luis Quezada
1-1 Victor Lindelöf
1-1 Theo Hernandez
1-2 Daley Blind
1-2 Casemiro

Real Madrid og Manchester United mættust á International Champions Cup mótinu í Kaliforníu í kvöld.

Það ríkti mikil eftirvænting fyrir þessum leik.

United komst yfir rétt fyrir leikhlé þegar Jesse Lindgard skoraði eftir magnaðan undirbúning frá Anthony Martial. Markið má sjá neðst í fréttinni, en í undirbúningnum fer Martial illa með Dani Carvajal.

Real Madrid náði að jafna úr vítaspyrnu í seinni hálfleik, en Brasilíumaðurinn Casemiro skoraði fram hjá David de Gea.

Það þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni, en í þessu móti er ekki framlengt. Bæði lið þurfa greinilega að æfa vítaspyrnur betur. Real Madrid klúðraði fjórum af fimm spyrnum sínum á meðan United klúðraði þremur af fimm spyrnum sínum. Daley Blind skoraði úr síðustu spyrnu United, en það var David de Gea sem var hetjan.

Lestu textalýsingu BBC frá leiknum.





Athugasemdir
banner
banner