Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
   sun 23. júlí 2017 22:41
Brynjar Ingi Erluson
Óli Stefán: Skammast mín fyrir liðið mitt í dag
Óli Stefán Flóventsson
Óli Stefán Flóventsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, var gríðarlega svekktur með spilamennsku sinna manna í kvöld en liðið tapaði 5-0 fyrir Stjörnumönnum í 12. umferð deildarinnar.

Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  0 Grindavík

Baldur Sigurðsson kom Stjörnumönnum á bragðið áður en Guðjón Baldvinsson gerði þrennu á tólf mínútum í síðari hálfleik. Hilmar Árni Halldórsson rak svo síðasta naglann í kistuna og lokatölur 5-0.

Grindavík hefur fengið á sig níu mörk í síðustu tveimur leikjum og var Óli afar ósáttur með Grindvíkinga.

„Ég er fyrst og fremst óánægður með hugarfar minna drengja í dag. Við vorum huglausir, andlausir og agalausir og öll þau gildi sem við trúum á voru ekki til staðar í dag," sagði Óli.

„Þetta var hreint og klárt brot. Jajalo er með takkaför á lærinu eftir það en í stóra samhenginu þá spái ég ekki í það. Það er aukatriði."

„Við lögðum upp með að bounce-a til baka og fara í þetta sem hefur þó komið okkur hingað og halda í það og lögðum mikla vinnu í það í vikunni. Um leið og við fáum mörk í andlitið á okkur en um leið og við fáum þetta annað mark. Við verðum svo agalausir og fáum rassskellingu og ég vil biðja mitt fólk afsökunar á þessu í dag."

„Ég hef lagt upp með það að sýna þennan vilja að fara með gulan haus í þessa bolta í föstu leikatriðunum og það er eitt af því sem við þurfum að laga. Að sjálfsögðu er þetta áhyggjuefni og mér líkar mjög illa við þegar liðið mitt fer út úr því sem við vinnum eftir."


Simon Smidt kom til Grindavíkur á dögunum auk þess sem Eduardo Cruz var að leika sinn fyrsta leik. Smidt var fenginn til að auka víddina í liðinu.

„Ég náttúrulega er að reyna að auka víddina og balance-inn. Okkur vantaði það frá því Jobbi fór. Eduardo var bara vondur eins og allir aðrir í dag, það er erfitt að taka einhvern einn því liðið var bara ekki með í dag. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég skammast mín fyrir liðið mitt," sagði hann í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner