Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 23. júlí 2017 21:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Dönsk veisla í boði KR
Thomsen skoraði tvö fyrir KR.
Thomsen skoraði tvö fyrir KR.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Víkingur R. 0 - 3 KR
0-1 Tobias Thomsen ('15 )
0-2 André Bjerregaard ('27 )
0-3 Tobias Thomsen ('84 )
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn

Gengi KR í sumar hefur valdið miklum vonbrigðum. Í kvöld mætti liðið Víkingi R. í Fossvogi og ætlaði ekki að valda vonbrigðum.

KR-ingar byrjuðu leikinn af mikilli ákefð og þeir komust yfir á 15. mínútu þegar Tobias Thomsen nýtti sér klúður í vörn Víkinga. Stuttu áður hafði Beitir Ólafsson bjargað KR vel.

Annar Dani í liði KR, Andre Bjerregard var að spila sinn fyrsta leik í kvöld. Hann ætlaði að stimpla sig inn með krafti og það gerði hann svo sannarlega. Hann skoraði annað mark KR á 27. mínútu.

Sjá einnig:
Bjerregaard með 18 mörk frá 2010 - Skoraði í fyrsta leik með KR

Staðan var 2-0 í hálfleik, en í seinni hálfleiknum slökuðu Vesturbæingar á og sigldu sigrinum heim. Tobias Thomsen bætti reyndar við öðru marki sínum áður en leiknum lauk.

Lokatölur í þessum leik 3-0 fyrir KR, en þeir eru núna 14 stig í níunda sæti. Víkingur R. hefur 15 stig í áttunda sætinu.
Athugasemdir
banner
banner