Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 23. júlí 2017 18:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Endurkoma Blika fyrir norðan - Fjölnir vann aftur
Höskuldur fór á kostum.
Höskuldur fór á kostum.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Fjölnismenn unnu sinn annan leik í röð.
Fjölnismenn unnu sinn annan leik í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lyng skoraði tvö, en það var ekki nóg.
Lyng skoraði tvö, en það var ekki nóg.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Það er Pepsi-deildar dagur! Tveir leikir hófust kl. 17:00 og þeir voru að klárast nú rétt í þessu, en seinna í kvöld eru tveir leikir í viðbót.

KA og Breiðablik áttust við fyrir norðan, en bæði lið hafa verið í vandræðum með að fá úrslit í undanförnum leikjum.

Gestirnir úr Kópavoginum byrjuðu betur og þeir komust yfir á þriðju mínútu með marki Gísla Eyjólfssonar. KA svaraði þó þessu um hæl og þeir komust yfir. Hinn danski Emil Lyng gerði bæði mörkin.

Staðan var 2-1 í hálfleik fyrir KA. Í upphafi seinni hálfleiks jafnaði Martin Lund Pedersen með sínu fyrsta marki fyrir Breiðablik í sumar. Það tók hann tíma, en það er loksins komið!

Damir Muminovic kom síðan Blikum aftur yfir, en öll mörk þeirra grænklæddu komu eftir undirbúning Höskulds Gunnlaugssonar. Hann er líklegur til þess að raða inn stigum í Draumaliðsdeild Eyjabita í þessari umferð eftir þennan frábæra leik sinn.

Á 87. mínútu gerði Aron Bjarnason út um leikinn fyrir Breiðablik og aftur lagði Höskuldur upp! Lokatölur á Akureyri 4-2 fyrir Breiðablik.

Gríðarlega sterkur sigur hjá Breiðabliki, þeirra fyrsti síðan í byrjun júní. KA er í fimmta sæti með 15 stig, rétt eins og Blikar.

Fjölnir hefur líka 15 stig, en þeir unnu sinn annan leik í röð í kvöld. Þeir fengu ÍBV í heimsókn á Extra völlinn.

Þórir Guðjónsson kom Fjölni yfir í upphafi síðari hálfleiks, en ekki leið á löngu þar til Gunnar Heiðar Þorvaldsson hafði jafnað. Gunnar Heiðar er að finna sitt gamla form hjá ÍBV!

Það stefndi í jafntefli í Grafarvoginum áður en Ingimundur Níels Óskarsson skoraði á 84. mínútu og tryggði Fjölnismönnum sigur.

Fjölnir er í sjöunda sæti með 15 stig eins og áður kemur fram, en á meðan er ÍBV í næst neðsta sætinu með 11 stig.

KA 2 - 4 Breiðablik
0-1 Gísli Eyjólfsson ('3 )
1-1 Emil Sigvardsen Lyng ('26 )
2-1 Emil Sigvardsen Lyng ('31 )
2-2 Martin Lund Pedersen ('47 )
2-3 Damir Muminovic ('59 )
2-4 Aron Bjarnason ('87 )
Lestu nánar um leikinn

Fjölnir 2 - 1 ÍBV
1-0 Þórir Guðjónsson ('47 )
1-1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('58 )
2-1 Ingimundur Níels Óskarsson ('84 )
Lestu nánar um leikinn

Leikir dagsins:
17:00 Fjölnir-ÍBV (Extra völlurinn)
17:00 KA-Breiðablik (Akureyrarvöllur)
19:15 Víkingur R.-KR (Víkingsvöllur)
20:00 Stjarnan-Grindavík (Samsung völlurinn - Stöð 2 Sport)



Athugasemdir
banner
banner
banner