Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   sun 23. júlí 2017 21:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Stjarnan valtaði yfir Grindavík í kvöldsólinni
Guðjón skoraði þrennu.
Guðjón skoraði þrennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 5 - 0 Grindavík
1-0 Baldur Sigurðsson ('1 )
2-0 Guðjón Baldvinsson ('52 )
3-0 Guðjón Baldvinsson ('58 )
4-0 Guðjón Baldvinsson ('64 , víti)
5-0 Hilmar Árni Halldórsson ('78 )
Lestu nánar um leikinn

Stjarnan fór illa með spútniklið Grindavíkur í Pepsi-deild karla í kvöld. Um lokaleik dagsins var að ræða.

Stjarnan mætti af krafti til leiks og þeir komust yfir strax eftir eina mínútu, nánar tiltekið 47 sekúndur. Eftir hornspyrnu tókst Baldri Sigurðssyni að klafsa boltann inn í einvígi við markvörð Grindavíkur.

Staðan var 1-0 í hálfleik, en í seinni hálfleiknum settti Stjarnan í næsta gír og völtuðu yfir Grindvíkinga.

Guðjón Baldvinsson eignaði sér seinni hálfleikinn. Hann skoraði á 52. mínútu, bætti við öðru á 58. mínútu og 64. mínútu fullkomnaði hann þrennu sína með marki úr vítaspyrnu.

„GUÐJÓN SKORAR ÖRUGGLEGA HÆGRA MEGIN Í HORNIÐ!! Jajalo valdi vitlaust horn og Guðjón fullkomnar þrennu sína. Þvílíkur leikur hjá honum," sagði Brynjar Ingi Erluson í beinni textalýsingu á Fótbolta.net þegar Guðjón fullkomnaði þrennu sína.

Hilmar Árni Halldórsson gerði fimmta mark Stjörnunnar á 78. mínútu, en það reyndist síðasta mark leiksins.

Lokatölur í kvöldsólinni í Garðabænum 5-0 fyrir Stjörnuna, sem fer upp fyrir Grindavík í annað sætið. Bæði lið eru með 21 stig.
Athugasemdir
banner