Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 23. júlí 2017 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að Rooney sé enn einn sá allra besti
Rooney hefur farið vel af stað með Everton.
Rooney hefur farið vel af stað með Everton.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney er einn af bestu leikmönnum heims í sinni stöðu, að mati Ronald Koeman, stjóra Everton.

Undanfarin tímabil hafa ekki verið góð fyrir Rooney. Á síðasta tímabili þurfti hann að sætta sig við mikla bekkjarsetu hjá Manchester United.

Hann vildi ekki taka annað tímabil í að sitja á varamannabekknum og ákvað því að fara til Everton í sumar.

Rooney hefur farið vel af stað með Everton og skoraði til að mynda glæsilegt mark í sínum fyrsta æfingaleik með liðinu.

Ronald Koeman, stjóri liðsins, er ánægður.

„Hann er með mikla reynslu. Hann er mikilvægur leikmaður inn á vellinum og líka utan hans," sagði Koeman við vefsíðu Everton.

„Á hverjum degi á æfingum og í æfingaleikjunum sem við höfum spilað hingað til, þá sérðu af hverju hann er einn sá besti í sinni stöðu í heiminum, hann er einn sá allra besti."
Athugasemdir
banner